Search
  • Valentina Tinganelli

Leðurnámskeið Valentínu

Langar þig að læra að sníða, skera og saumaleður? Ég ætla að halda leðurnámskeið og kenna það sem ég hef svo gaman að gera. Ástæðan fyrir því að ég er að halda þetta er sú að ég hef fengið þó nokkrar spurningar frá fylgjendum mínum hvort ég gæti haldið námskeið. Mér finnst ekkert sjálfsagðara en að gera það, því mig langar að deila því sem ég kann svo aðrir geti lært af og jafnvel nýtt sér í eitthvað spennandi. Þetta námskeið er fyrir alla sem hafa gaman að því að búa til eitthvað með höndunum. Þú þarft ekki að vera með neinn grunn af leður vinnslu, bara áhugann að læra eitthvað nýtt. Hér fyrir neðan myndirnar eru allar helstu upplýsingar af námskeiðinu. (þessar vörur hef ég handgert og handsaumað í litlu verlsuninni minni)
Um námskeiðið: Valentína Tinganelli skó og fylgihluta hönnuður, ætlar að vera með leðurnámskeið þar sem hún mun kenna það helsta sem kemur að því að vinna með leður. Hún á vörumerkið Tinganelli Reykjavík. Hún lærði af þeim bestu í hönnunarskóla í Róm, Italíu og langar henni að deila með kunnáttu sinni.

Námskeiðið verður sunnudaginn 12.maí frá 11:00-15:00, og verður dýrindis kaffipása af bestu gerð.

Það sem þú tekur með þér heim eftir námskeiði er: Hluturinn sem við búum til, skurðarmotta, leður hnífur, gafflar til að gata leður, íslenskt laxa roð, reglustiku, pappír til að búa til snið, blíant og leðurnál. Allt hlutir sem þú getur svo áfram notað til að búa til fallega leðurhluti 💕

Verð 25.000 kr. (fyrir einn)

Til að bóka pláss sendu email á tinganelli@gmail.com Þar þarf að koma fram: Nafni, aldur og segja að þú sért að skrá þig á námskeiðið. Til þess að skráning sé bindandi þá þarf að greiða 5.000 kr staðfestingargjald sem fæst ekki endurgreitt.

Ath. Aðeins 15 laus pláss


Hlakka til að fylla námskeiði Love Valentína

71 views
  • Facebook Black Round
  • Instagram Black Round
  • Snapchat - Black Circle

© 2018 by vest sf , 5909130490, Njálsgata 25,101 Reykjavik