Search
  • Valentina Tinganelli

Hannað af konu, framleitt af konum fyrir konur

Updated: Nov 19, 2018

Við höfum oft heyrt settninguna "konur eru konum verstar" í gegnum árin og verð ég að viðurkenna að ég er bara ekki sammála þessu. "Konur eru konum bestar" og gætum við sigrað heiminn ef við vildum.

Mér finnst "conceptið" að vinna bara með konum mjög töff og hef alveg pælt í því en kannski ekki gert mikið af því...eða hvað?

Þegar ég var á ferðalagi mínu um Ítalíu að hitta og heimsækja handverksfólkið mitt þá gerði ég mér almennilega grein fyrir því að 90% af handverksfólkinu eru konur. Ég er mjög stolt af þessu og finnst æðislegt að vinna með svona mögnuðum konum, og erum við rétt svo að byrja á einhverju mögnuðu. Eins og við vitum þá er þetta ekki beint heimur kvenna að vera handverkssmiður, sérstaklega ekki á Ítalíu, en okkur tókst einhvernveginn að finna þær í þessum geira👌🏼. Ekki miskilja mig, ég vill bara vinna með þeim sem gera hlutina vel, sama af hvaða kyni þau eru.


Núna nýlega kynntist ég þremur gullsmiðum, allt konur, þær opnuðu ekki fyrir svo löngu verkstæði/verslun ská á móti mér. Auðvitað var það fyrsta sem ég gerði var að stökkva yfir til að kíkja og sjá hvað þær væru að "möndla" og VÁ, það ættu allir að kíkja á þær í Raus Reykjavík (finnið þær á Njálsgötu 22). Eftir þó nokkra kaffibolla og spjöll þá varð til samstarf milli okkar og erum við vinna saman að verkefni. Ég er að bilast úr gleði yfir þessu og getum við ekki beðið eftir að sýna ykkur handverkið okkar. Aftur er ég að gera magnaða hluti með mögnuðum konum.

Svo máltækið "konur eru konur verstar" er svo löngu orðið útrelt og hallærislegt.

Hér fyrir neðan getið þið séð nokkrar af þeim konum sem gera hönnun mín að veruleika. Maður þarf að umkringja sig að frábæru fólk til byggja upp "drauminn sinn".
Kæra kona ef þú ert að lesa þetta þá vil ég minna þig á hversu frábær þú ert og ef þig langar að breyta til, gera eitthvað nýtt, skipta um vinnu, biðja um draumastöðuna þína, biðja um launahækkun, stökktu á það og ekki láta neitt stoppa þig bara því að þú ert kona!

Það er ekki afsökun, allt er erfitt áður en það verður auðvelt.


Endilega fylgið mér á samfélagsmiðlum mínum: Instagram: vtinganelli Snapchat: vtinga


instagram: tinganelli

Þangað til næst Valentína


114 views
  • Facebook Black Round
  • Instagram Black Round
  • Snapchat - Black Circle

© 2018 by vest sf , 5909130490, Njálsgata 25,101 Reykjavik