Search
  • Valentina Tinganelli

#íslenskflík

Það er ótrúlega gaman að það sé verið að hvetja íslenska viðskiptavini að kaupa sér íslenska flík. Er nokkið viss að margir þekki ekki öll þessu flott vörumerki. Fatahönnunarfélagið setti upp heimasíðu í tilefni HönnunarMars, þar sem hægt er að fletta upp þessum vörumerkjum og heitir síðan www.islenskflik.is Í dag hófst formlega HönnunarMars þar sem fresta þurfti þessum flotta viðburði út af Covid-19.


„Íslensk flík“ er vitundarvakning Fatahönnunarfélags Íslands sem miðar að því að kynna íslenska fatahönnun og vekja athygli á því framúrskarandi hugviti og þeim fjölbreyttu vörum sem íslensk fatahönnunarfyrirtæki bjóða upp á ásamt þeim möguleikum sem felast í greininni.

Mig langar að hvetja þig að skoða allt það flotta sem við erum að bjóða upp á og jafnvel fjárfesta í nýrri íslenskri flík. Styðjum íslenska hönnuði!
32 views
  • Facebook Black Round
  • Instagram Black Round
  • Snapchat - Black Circle

© 2018 by vest sf , 5909130490, Njálsgata 25,101 Reykjavik