Search
  • Valentina Tinganelli

Á flakki um Ítalíu...

Eitt af því sem er mjög mikilvægt í mínu starfi er að byggja upp góð tengsl við handverksfólkið mitt, og það þýðir að fara til þeirra. Draumurinn væri að fara tvisvar sinnum á ári og hafa 2-3 daga með hverjum og vinna í nýrri vöru, það kemur að því.

Ég og maðurinn minn erum núna á ferðalagi um Ítalíu og erum að heimsækja þau og njóta. Það er búið að vera æðislegt að kíkja á þau og vinna að vörum sem við ætlum að koma með fyrir jólin ♡ Að vera hjá þeim auðveldar alla vinnu um meira en helming.

Við heimsóttum fyrst skósmiðinn okkar, hann er svo mikil karakter og yndislegur í alla staði. Hann og konan hans sjá um / reka skóverkstæðið og eru með einn starfsmann. Ég er búin að skrifa ítarlega um skósmiðinn minn hér er linkurinn á það blogg (á ensku).

https://www.tinganelli.is/blog/handmade-leather-shoes

Vá hvað það er geggjað að vera á svæðinu og laga prótótípuna og ræða hvað þurfi að gera betur, og hvað næsta skref sé fyrir 2019.

Hér eru nokkrar myndir af heimsókninni.Því næst fórum við til efnisframleiðandann. Ég tryllist af hönnunargleði þegar ég kem

þangað inn. Að sjá öll efnin í öllum heimsins litum og gerðum gerir það að verkum að hausinn á mér fer á flug. Ég mætti með íslenskt hráefni til að nota í nýja vöru sem kemur fyrir jólin. Við gerðum prótótýpur sem komu rosalega vel út og ég get ekki beðið eftir að sýna ykkur þær 👏🏻

Eins og hin fyrirtækin þá er þetta líka fjölskyldu fyrirtæki sem er búið að vera starfandi í ca.100 ár.

Sú sem aðstoðar okkur er svo yndisleg og áhugasöm að vinna með okkur, sem gerir allt hönnunarferlið enn skemmtilegra.

Hér fyrir neðan eru myndir af heimsókninni til þeirra.Ég get ekki orðið meira þakklát fyrir þetta frábæra samstarfsfólk og alla þá vinnu sem það setur til að búa til vörurnar mínar 👌🏼


Þið getið fylgst með ferðalagi okkar á samfélagsmiðlum mínum, er mjög virk:

Instagram: vtinganelli

Snapchat: vtinga

Svo er ég líka með instagram fyrir vörumerkið mitt sem ég mæli með að followa

Instagram: tinganelli


Þangað til næst

Valentina ♡


72 views
  • Facebook Black Round
  • Instagram Black Round
  • Snapchat - Black Circle

© 2018 by vest sf , 5909130490, Njálsgata 25,101 Reykjavik